FYRIRVARAR

Persónuverndaryfirlýsing

Almennt


SPURNING er umhugað um persónuvernd og gegnir trúnaður og öryggi þeirra upplýsinga sem við meðhöndlum lykilhlutverki í starfsemi okkar. Við leggjum ríka áherslu á að öll okkar vinnsla á persónuupplýsingum byggist á lögmætum og sanngjörnum grundvelli. Markmið þessara persónuverndarskilmála er að tryggja að meðferð SPURNING á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679. Persónuupplýsingar og meðferð þeirra Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eins og þau gilda á hverjum tíma, sem og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Taka lögin til vinnslu, varðveislu og aðra meðöndlun persónuupplýsinga. Til þæginda verður hér með talað um vinnsluaðila sem: SPURNING og VIÐ
Hvað eru persónuupplýsingar?


Hugtakið „Persónuupplýsingar“ tekur til hvers kyns upplýsinga sem tengja má með einhverjum hætti við ákveðinn einstakling, s.s. nafn, kennitala, notendanafn, símanúmer, tölvupóstfang, staðsetningargögn, ljósmynd o.s.frv.
Hvaða persónuuplýsingar meðhöndlar SPURNING?


Þjónusta SPURNING krefst þess að við skráum, meðhöndlum og varðveitum vissar persónuupplýsingar sem einstaklingar hafa látið okkur í té við nýtingu náms- og starfsráðgjafarþjónustu SPURNING. Þær persónuupplýsingar sem við meðhöndlum eru einkum nöfn, kennitölur, símanúmer og netföng viðkomandi einstaklinga sem notfæra sér þjónustu okkar. SPURNING nýtir sér oft á tíðum þjónustu 3 aðila og þurfa viðskiptavinir að undirgangast persónuverndarstefnu þeirra.
Hver er tilgangur SPURNING með söfnun og notkun persónuuplýsinga


SPURNING meðhöndlar aðeins persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar í þeim tilgangi að veita einstaklingum náms- og starfsráðgjöf. Við varðveitum aðeins persónuupplýsingar um þig eins lengi og nauðsyn krefur og í samræmi við framangreindan tilgang.
Hver er minn réttur?


Samkvæmt lögum um persónuvernd nýtur þú ákveðinna réttinda í tengslum við varðveislu SPURNING á persónuupplýsingum þínum, einkum: - rétt á aðgengi að og afhendingar á persónuupplýsingum um þig sem SPURNING meðhöndlar; - rétt á að krefjast leiðréttingar á röngum eða ófullnægjandi persónuupplýsingum um þig; - rétt til þess að krefjast takmörkunar á vinnslu persónuupplýsinga um þig; og - rétt til þess að krefjast eyðingar persónupplýsinga um þig. Þegar SPURNING meðhöndlar eða varðveitir persónuupplýsingar um þig á grundvelli samþykkis sem þú hefur veitt okkur fyrir vinnslunni vegna þjónustu okkar áttu rétt á að afturkalla samþykkið hvenær sem er. Það getur þó þýtt að SPURNING er ókleift að veita þér þjónustuna og eins ef þú ferð fram á eyðingu upplýsinganna. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem átt hefur sér stað fram að afturkölluninni. SPURNING afgreiðir beiðni varðandi þínar persónuupplýsingar þínar eins fljótt og auðið er til að tryggja framfylgni réttinda þinna. SPURNING mun veita þér upplýsingar um allar ákvarðanir og aðgerðir vegna beiðninnar innan 30 daga frá móttöku hennar. Óskir þú eftir afhendingu eða aðgengi að persónuupplýsingum þínum fer SPURNING fram á framvísun skilríkja til að tryggja að upplýsingunum sé deilt með réttum eiganda þeirra. Þú hefur ávallt rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar vegna meðferðar SPURNING á persónuupplýsingum þínum eða ágreinings þar að lútandi. Okkur þætti þó vænt um að reynt yrði að leysa hugsanlegan ágreining í sátt áður en til kvörtunar kæmi. Kvörtun má senda skriflega á: Persónuvernd
Rauðarárstígur 10
105 Reykjavík
Ísland
Hver er vinnsluaðili persónuuplýsinganna?


Vinnsluaðili upplýsinganna er: Sigríður Birna Bragadóttir kt.0101703629 Norðurvangur 40 220 Hafnarfirði Ísland
Hvað er þessi yfirlýsing gömul?


Síðast uppfært og yfirfarið 27.6.2021

Vafrakökur

Almennt


SPURNING notar vafrakökur á vefsvæðinu sínu til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda og eðlilega virkni á vefnum. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsvæða, til greiningar og til að beina auglýsingum til markhópa.
Hvað eru vafrakökur?


Vafrakaka er lítil skrá, sem hleðst inn í vafra þegar notendur fara inn á viss vefsvæði. Vafrakökur gera vefsvæðum kleift að greina á milli notenda og hvernig þeir vilja nota vefsvæðin. Nánari upplýsingar um vafrakökur má t.d. finna á www.allaboutcookies.org.
Hverjar eru mismunandi gerðir vafrakaka?


Vafrakökur eru notaðar í mismunandi tilgangi. Í grófum dráttum má skilgreina fjóra flokka: Nauðsynlegar kökur – þessar kökur tryggja eðlilega virkni og öryggi tenginga.

 • Valkostakökur – þessar kökur gera vefsvæðinu kleift að muna útlit, hegðun og/eða aðrar breytingar eða val sem notandi kýs að framkvæma á vefsvæðinu.
 • Tölfræðikökur – þessar kökur aðstoða aðstandendur vefsvæðisins að skilja hvernig notendur upp til hópa haga sér á vefsvæðinu.
 • Markaðskökur – eru notaðar til að fylgja notendum milli vefsvæða. Markmið þeirra er fyrst og fremst að sýna notendum auglýsingaefni sem líklega hefur vægi fyrir notendann.
Rétt er að gera greinarmun á fyrsta og þriðja aðila vafrakökum. Léni vefsvæðis sem gerir vafrakökuna ræður því hvort hún teljist fyrsta eða þriðja aðila vafrakaka. Fyrsta aðila vafrakökur verða til á því vefsvæði sem notandi heimsækir. Þriðja aðila vafrakökur verða til á öðru léni en notandi heimsækir.
Hvaða kökur eru í notkun á spurning.is?


Hér að neðan má sjá allar kökur sem eru í notkun á spurning.is, upprunna, heiti og gildistíma. Uppruni: spurning.is

 • bSession-30mín
 • TS01e85bed-session
 • TS015db3f9-session
 • TS01bcdc23-session
 • _gid-sólarhringur
 • hs-session
 • consent-policy-1ár
 • svSession-2ár
 • TS0119a9ea-session
 • _ga-2ár
 • XSRF-TOKEN-session
Uppruni: instafeed.codev.wixapps.net
 • bSession-30mín
 • AWSALBCORS-mánuður
Uppruni: engage.wixapps.net
 • bsession-30mín
Hvernig get ég losað mig við vafrakökur?


Þeir sem vilja aftengja eða losa sig við vafrakökur geta gert það í stillingum á þeim vafra sem notast er við. Tekið skal fram að aftenging eða eyðing á vafrakökum getur haft afgerandi áhrif á notendaupplifun og stillingar á tengdum vefsvæðum. Tekið skal fram að SPURNING ábyrgist ekki nákvæmni eða öryggi efnisinnihalds á þriðja aðila vefsvæðum.
Hvað eru þessar upplýsingar gamlar?


Síðast uppfært og yfirfarið: 27.6.2021

Annað

Fyrirvari vegna tölvupósts


Vinsamlegast athugið að þessi tölvupóstur og viðhengi hans eru eingöngu ætlaður viðtakanda hans, eða þeim sem efni hans ber með sér að hann hafi verið ætlaður. Hafir þú fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti þessum og viðhengjum hans, biðjum við þig að gæta fyllsta trúnaðar, hvorki lesa efni þeirra né skrá þau hjá þér né notfæra þau á nokkurn hátt og tilkynna okkur samstundis að þau hafi ranglega borist þér. Loks er þess óskað að tölvupósti þessum og viðhengjum hans verði eytt. Takk fyrir
Afbókunarskilmálar


Alla tíma/viðtöl/námskeið skal afboða 24 klst. fyrir ella borgi einstaklingur tímann.
Skilmálar 3-aðila


SPURNING nýtir sér oft þjónustu og/eða hugbúnað frá 3-aðila. Viðskiptavinur þarf því að geta gengist undir skilmála þeirra: KARA CONNECT:

 • Almennir Skilmálar: https://www.karaconnect.com/is/terms-and-conditions
 • GDPR skilmálar: https://www.karaconnect.com/is/security
BENDILL:
 • Persónuvernd: https://bendill.is/article.aspx?id=27
AMAZON:
 • Notkunarskilmálar: https://www.amazon.com/gp/help/customer/display.html?nodeId=GLSBYFE9MGKKQXXM
 • Persónuvernd: https://www.amazon.com/gp/help/customer/display.html?nodeId=468496&ref_=footer_privacy
 • Vafrakökur: https://www.amazon.com/gp/help/customer/display.html?nodeId=202075050
Notkun hugverks 3-aðila


 • Amazon's trademark is used under license from Amazon.com, Inc. or its affiliates.