top of page

Persónuverndarstefna

Inngangur

Persónuvernd er lykilatriði í starfsemi okkar rétt sem annara. Við leggjum okkur fram við að fylgja öllum lögum og reglugerðum hvað varðar persónuvernd, GDPR persónuverndarlöggjöfina og innlend persónuverndarlög. 

Það er með það að leiðarljósi sem við setjum fram þessa persónuverndarstefnu með það að markmiði að veita þér greinargóðar og skýrar upplýsingar um vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum. 

Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru ýmsar auðþekkjanlegar upplýsingar um einstakling s.s

 • Nafn,

 • kennitala,

 • netfang,

 • símanúmer,

 • staðsetningargögn,

 • myndir,

 • notendanöfn o.s.frv.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um persónuvernd á vefsíðu Persónuverndar: www.personuvernd.is

 

Á vefsvæðum eru einnig stundum geymdar svokallaðar vafrakökur eða cookies. Þeim er bætt inn á síðuna til þess að stjórna síðunni og greina milli notenda. Vafrakökum má skipta í fjóra flokka:

 • Nauðsynlegar kökur

 • Markaðskökur

 • Valkostakökur

 • Tölfræðikökur

Nánari upplýsingar um vafrakökur má nálgast á: www.allaboutcookies.org

Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og hvers vegna?

Við reynum eftir fremsta megni að halda upplýsingasöfnun í lágmarki en þurfum þó eftir atvikum að safna tilteknum upplýsingum.

Fyrir það fyrsta þá höldum við utanum tilteknar tengiliðaupplýsingar s.s nafn, kennitölu, símanúmer og netfang til þess að geta veitt þér þjónustu okkar, til reikningagerðar, samskipta o.s.frv. Persónuupplýsingar eru aðeins geymdar eins lengi og nauðsyn krefur.

Í öðru lagi söfnum má finna vafrakökur eða cookies á heimasíðu okkar www.spurning.is. Þessar vafrakökur geta verið geymdar hjá ýmsum aðilum s.s

Athugið að í sumum tilfellum vísum við á aðra aðila með ýmsa þjónustu. Þessir aðilar gætu haft sínar eigin persónuverndarstefnur og/eða skilmála í gildi óháð persónuverndarstefnu SPURNING.

 • WIX (hýsingaraðili vefsíðu)

 • 1984 (hýsingaraðili léns)

 • Google

 • Facebook

 • O.s.frv.

Hver er minn réttur?

Þinn réttur er viðamikill og felst m.a í því að þú getur óskað eftir því að fá afrit að persónuupplýsingum þínum, leiðrétt, takmarkað söfnun eða krafist eyðingar þeirra. Slíkar beiðnir skulu berast á netfang ábyrgðaraðila: spurning@spurning.is. Reynt er að vinna úr slíkum beiðnum eins fljótt og hægt er en það getur þó tekið tíma. Alls öryggis er ávallt gætt við afhendingu persónuupplýsinga.

Ef að þú óskar eftir eyðingu persónuupplýsinga skal hafa samband við ábyrgðaraðila. Þú gætir þurft að hætta að nota þjónustu okkar þ.m.t vefsvæði okkar eftir atvikum ef þess sé krafist. 

Ef að þú ert ósátt/ur við vinnslu og/eða vinnubrögð okkar hvað varðar persónuupplýsingar þínar geturðu haft samband við okkur á netfangið spurning@spurning.is. Ef að ekki næst sátt átt þú fullan rétt á að tilkynna vinnslu okkar á persónuupplýsingum til Persónuverndar. Kvörtun skal berast skriflega og undirrituð á:

Persónuvernd

Rauðarárstígur 10

101 Reykjavík

Ísland

Okkur þætti þó vænt um að ná sátt áður en til kvörtunar kæmi.

Hver er ábyrgðaraðili persónuuplýsinganna?

Ábyrgðaraðili persónuupplýsinga SPURNING er:

Sigríður Birna Bragadóttir

Norðurvangi 40

220 Hafnarfirði

Ísland

spurning@spurning.is

Hvað er þessi persónuverndarstefna gömul?

Yfirlýsing þessi var samþykkt þann 25.nóvember 2021

Áður gilti yfirlýsing fyrst birt 27.júní 2021

 

SPURNING getur alltaf breytt persónuverndaryfirlýsingu við hvaða tækifæri sem er s.s ef að tilteknar upplýsingar eða forsendur breytast. Alltaf er þó hægt að nálgast upplýsingar um nýjustu uppfærslu á stefnunni hér fyrir ofan.

Aðrar persónuverndarstefnur

SPURNING nýtir sér oft þjónustu og/eða hugbúnað frá 3-aðila. Viðskiptavinur þarf því mögulega að geta gengist undir skilmála þeirra:

KARA CONNECT:

Almennir Skilmálar: https://www.karaconnect.com/is/terms-and-conditions

GDPR skilmálar: https://www.karaconnect.com/is/security

 

BENDILL:

Persónuvernd: https://bendill.is/article.aspx?id=27

 

AMAZON:

Notkunarskilmálar: https://www.amazon.com/gp/help/customer/display.html?nodeId=GLSBYFE9MGKKQXXM

Persónuvernd: https://www.amazon.com/gp/help/customer/display.html?nodeId=468496&ref_=footer_privacy

Vafrakökur: https://www.amazon.com/gp/help/customer/display.html?nodeId=202075050

bottom of page