top of page

Úr grunnskóla í framhaldsskóla - stóra skrefið!

Updated: Mar 10, 2023

Það að klára grunnskólann eftir 10 ára nám og velja framhaldsskóla er stórt og mikilvægt skref fyrir hvern nemanda í 10. bekk og einnig fyrir foreldrana.Opin hús eru haldin í flestum framhaldsskólum landsins í mars og apríl á hverju ári. Þá gefst gott tækifæri til að kynna sér hina ýmsu skóla og máta sig við framtíðina. Þann 16-18. mars verður einnig haldin stór kynning á framhaldsskólum í Laugardalshöllinni samhliða Íslandsmóti í iðngreinum.


Verkiðn 2023

Líkja má skiptum á milli skólastiga við krossgötur eða tímamót í lífinu því ýmsar spurningar koma upp í hugann sem gott er að velta fyrir sér saman. Hér eru dæmi um nokkrar þeirra:


  • Hvernig nám eða námsbraut? Hver er stefnan eftir framhaldsskóla hjá nemandanum? Hver eru áhugamálin og styrkleikarnir? Hvaða námsgreinar eru sterkar? Sumir nemendur eru með ákveðnar hugmyndir og aðrir ekki.

  • Bóknám eða verknám? Hvers konar námsefni hefur nemandanum fundist gaman í grunnskóla? Er nemandinn handlaginn eða meira fyrir bækur?

  • Hvers konar námsskipulag? Hentar nemandanum að fara í t.d. bekkjarkerfi, áfangakerfi, spanna kerfi eða fjarnám.

  • Hvernig námshraði? 3, 4 ár eða jafnvel meira.

  • Hvað er metið úr öðru námi? T.d. úr tónlistarnámi, framhaldsáföngum í grunnskólanum o.s.frv.

  • Hvar er framhaldsskólinn staðsettur? Er auðvelt að ganga eða taka strætó í nýja skólann? Er hægt að fá far með einhverjum?

  • Hvernig er félagslífið? Það er eitt af því sem skiptir nemendur miklu máli. Er félagslífið virkt eða ekki? Hvaða böll eru, keppnir, leikrit o.s.frv.

  • Þarf nemandinn aðstoð t.d. vegna veikinda eða greininga? Hvaða stoðþjónusta er í framhaldsskólanum? Í flestum framhaldsskólum er aðgengi að náms- og starfsráðgjöfum, sérkennurum, bókasafnsfræðingi og jafnvel hjúkrunarfræðingi eða sálfræðingi.


Einnig er gott að kynna sér hina ýmsu framhaldsskóla með því að skoða heimasíður þeirra sjálfra.

Listar yfir alla framhaldsskóla landsins og allskyns nám eða námsmöguleika má sjá á vefsíðu Menntamálastofnunar:   https://mms.is/framhaldsskolar-thjonusta

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page