top of page

Verið velkomin

Updated: Oct 24, 2022

Breytt heimasíða og blogg Spurning hefur litið dagsins ljós og við hlökkum til þess sem koma skal.


Heimasíðan var stofnuð í fæðingarorlofi yngra barnsins míns árið 2012. Áherslan var fyrst aðallega á náms- og starfsráðgjöf sem ég er menntuð í.

Áherslan fór svo meira yfir í áherslu á okkur foreldranna og hvernig við getum hjálpað krökkunum t.d. meira með skólann.

Núna er ætlunin að ræða um foreldrahlutverkið almennt og samspil heimilis og skóla. Foreldrahlutverkið er mikilvægt hlutverk en oft svolítið flókið. Á tillidögum er stundum talað í frösum eins og um samspil heimilis og skóla eins og það sé lag sem er spilað í útvarpinu og allir þekkja. Á þessum sömu tillidögum er líka talað um samspil vinnu og einkalífs sem er einskonar línudans.

Loks verða stuttir pistlar um hagnýta námráðgjöf og jákvæða sálfræði sem hafa reynst mér ágætllega heima með mína krakka.




Recent Posts

See All
bottom of page